Þann 7. maí nk. fer fram hæfileikakeppnin Fiðringurinn á Norðurlandi sem er fyrir nemendur í 8.-10. bekk og er í anda Skrekks í Reykjavík og Skálftans á Suðurlandi. Er þetta í fjórða sinn sem þessi keppni fer fram og verður hún haldin í Hofi á Akureyri. Í ár taka tíu skólar þátt og er Grunnskóli Húnaþings vestra einn af þeim en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn tekur þátt og einnig sá eini frá Norðurlandi vestra. Það eru Samtök sveitarfélaga á Norðulandi eystra og Menningarfélag Akureyrar sem styrkja þetta verkefni.