Landsmót hestamanna verður á Hólum í Hjaltadal næsta sumar og er miðasala á mótið hafin fyrir löngu á vef mótsins, landsmot.is og fer vel af stað. Sérstakt forsölutilboð er í gangi til áramóta. Í færslu á Facebook-síðu Landsmóts í gær var sagt frá því að framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna á Hólum 2026 kom saman til fundar á Hólum í vikunni. Erindið var að hitta fulltrúa Háskólans á Hólum og fulltrúa mannvirkjanefndar LH og skoða þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á væntanlegu mótssvæði í sumar.